Færsluflokkur: Bloggar

Hvað með aðra brotamenn?

Neyðist þjóðin til að gefast útrásarvíkingunum og pólitíkusunum sem tók hana vægðarlaust aftanfrá?

Ég afþakka pent að vera blessuð kýrin í því tilviki og held að skömm Sjálfstæðisfokksins verði bara að hafa sinn gang.

Ég segi allavega ekki já.


mbl.is Neyddur til að giftast kú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á íslenska þjóðin einhverja von.

Jú sennilega þá einu von að Davíð komi til baka og hrifsi stjórn Sjálfstæðisflokksins úr höndum hins veikgeðja Bjarna sem er algerlega ófær um að koma vandræðum flokksins beint á stóru styrkþegana.

Davíð virðist ætla að standa af sér ásakanir um að hafa með slugshætti í stjórn Seðlabankans stuðlað að verri útkomu þjóðarinnar í hruninu og ætlar nú að ríða fram hinn pólitíska völl og höggva mann og annan.

En sem betur fer mun hinn almenni kjósandi ekki vera búinn að gleyma þætti Davíðs í einkavæðingunni og öllu því rugli sem olli hruninu í upphafi og því mun Sjálfsstæðisflokkurinn undir forystu hans skreppa saman og verða hættulaus í nokkur ár.

Vonandi dugir sá tími til að fólkið í þessu landi kemur einhverri stjórn á vandamálin og víkingna sem en ganga lausir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband