Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mega stjórnmálaflokkar taka sér nöfn sem eru í notkun.

Nú hafa tveir stjórnmálaflokkar verið stofnaðir með nokkura daga millibili sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að nöfnum þeirra beggja hefur vitandi eða óafvitandi verið stolið af sveitarstjórnarframboðunum hérna í Þingeyjarsveit.

Hér voru sem sagt boðnir fram listar Samstöðu og Framtíðarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þessi framboð voru bæði boðin fram með löglegum hætti og auglýst sem slík, ég efast um að hverjum sem er sé heimillt að stofna samtök með nafni sem hefur verið notað svona nýlega og ég hef ekki heyrt um nein áform hjá Samstöðu um að þau séu að hætta og en síður víð í Framtíðinni.

Þarf ég að kæra nafnið á flokknum Betri framtíð til að láta reyna á þetta og getur Samstaða sem bauð fram á móti okkur virkilega ekki boðið fram í næstu sveitarstjórnarkosningum án þess að annað hvort nota nafn stjórnmálaafls á landsvísu eða að skipta um nafn.

Hver á eiginlega réttinn?


mbl.is Flokkur lýðræðis og velferðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband