Mig langar að vita....

....hvort að þetta þýði ekki einfaldlega að þeir sem veðjuðu á myntkörfuna og töpuðu en hafa nú fengið leiðréttingu sinna mála samkvæmt því sem mér heyrist alla vega á talsmönnum þeirra verði nú með niðurgreidd lán á kostnað skattborgara sem þurfa að því er mér skilst líka að borga tap gjaldþrota lánastofnanna.

Ég held að þetta sé svartasti dagurinn frá því að hrunið varð.


mbl.is Lán mögulega áfram verðtryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Væl væl. Á að senda vælubílinn til þín með vasaklút.

Sigurður Sigurðsson, 16.6.2010 kl. 21:12

2 Smámynd: Sigurður Helgason

já og fötu

Sigurður Helgason, 16.6.2010 kl. 21:19

3 Smámynd: hs

Já, það lýtur út fyrir að menn gátu veðjað á gengistryggð lán gegn lægri vöxtum - án þess að geta tapað.

hs, 16.6.2010 kl. 21:56

4 Smámynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Væl væl?

Þeir sem tóku gengistryggðu lánin eru búnir að væla og væla yfir óréttlætinu sem fólst í því að krónan skyldi falla og ég skil þá vel.

Mér finnst hinsvegar lítið gaman að því að mín fjölskylda þurfi að niðurgreiða lánin til þeirra sem gömbluðu hæst og fóru svo í mál þegar þeir töpuðu.

Skítapakk verð ég að segja.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 16.6.2010 kl. 22:09

5 Smámynd: A.L.F

Valið stendur á milli þess að láta allt hrynja og þá situr þú í verðlausri eign eða bjarga því sem bjargað verður.

A.L.F, 16.6.2010 kl. 22:10

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ekki gleyma því Sigurður Hlynur, að margir sem tóku gengistryggð bílalán í þeirri trú að um hagstæðan og löglegan gjörning væri að ræða eru jafnvel líka með verðtryggð húsnæðis-og/eða lífeyrissjóðslán. Eggin voru ekki öll í sömu körfunni allsstaðar. Lánastofnanir eiga að vera fagaðilar með sérþekkingu á fjármálaviðskiptum. Allir sem til þeirra leita eiga að geta gengið að því vísu að þar séu löglegir gjörningar á ferðinni. Verðtrygging er ekkert annað en hækja lélegrar hagstjórnar og ber að afnema hið fyrsta. Hún er hinsvegar lögleg virðistrygging lausafjár og skulda, gengistrygging er það ekki. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja áttu einfaldlega að vita betur. Þeir tóku stöðu gegn krónunni á sama tíma og almenningur tók stöðu með henni með þessu lánafyrirkomulagi. Allur almenningur, þar á meðal þú, var svikinn. Á þér var svindlað með sama hætti og þeim sem tóku gengistryggð lán. Ef þú hugsar það, þá er verðtrygging við vísitölu neysluverðs í raun gengistrygging, því vísitala neysluverðs hækkar þegar vörur, innlendar sem innfluttar, hækka. Ég nefni innfluttar vörur eins og bensín, bíla, tölvur og önnur raftæki, skór, fatnaður og innflutt matvara. Allt er þetta gengisbreytingum háð. Er það ekki bara annað form gengistryggingar?

Erlingur Alfreð Jónsson, 16.6.2010 kl. 22:34

7 Smámynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Enda er aðalvandamálið í mínum huga að engum að þessum eldkláru lögfræðingum sem nú hafa sagt okkur að þetta hafi verið ólöglegt allan þennan tíma datt í hug að kæra þessi lán fyrr en eftir hrun.

Einhverjir lögfræðingar og alþingismenn tóku svona lán, vissu þeir ekki að þau voru ólögleg? Ó jú en þeir ætluðu að græða á gamblinu.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 16.6.2010 kl. 23:02

8 identicon

Ég skil svo sem sjónarmið sigurðar upp að vissu marki....rökrétt hugsun manns sem gerir ráð fyrir að lífsreglurnar og stefna mannkynsins breytist aldrei enda mannsheili sem hefur ekki ögrað stýrikerfið sem hann er forritaður af....

En jú, hann sér þarna einn af endalausum kerfisgöllum sem er eitt stærsta krabbamein mannkynsins.......   lögfræðingar og starsfhættir þeirra.... þeir semja landslög (ekki samt af eigin frumkvæði og manngæsku ..... allt stopp nema $$$)......

Lög þessi eru ekkert ósvipuð og popplög því það virðist vera að aðrir lögræðingar geti túlkað og coverað þau á sviði dómstóla-Idol.... og verða sumir með góðri sviðsframkomu að stjörnulögfræðingum ......og að aðalatriðið sem er jú innihald textans sem hefur alltaf verið mergurinn, verður í skugga ljósa- og reykvélana.. og glymmer eða bara það sem menn eru til í að leggja í sjóið..

Og svo í lokin vil ég benda fólki á að kynna sér málin í hið snarasta þegar menn vogasér að segja frá því, sem þið kallið samsæriskenningar..... Ég er einn af þeim sem notati Youtube.com til þess og sama hvað ég reyndi að beita  sceptískri hugsun,,, þá eru til snillingar sem gera ekki neitt nema setja viðburði og opinber gögn, sem spana yfir langt tímabil í t.d. 10 mín video sem verður til þess að allt sett í samhengi, meikar svo mikið sens .... allavega meiri sens en mainstream fjölmiðlar hafa hagrætt....  Hagkerfið er ekki flóknara en monopoly þar sem menn eru löngu búnir að vinna en.... spilið heldur alltaf áfram því að þeir prenta (2000kr)og lána með vöxtum alltaf þegar þú ferð yfir byrjunarreitinn en allir aðrir reitir eru fyrirtækjareitir og frítt úr fangelsi spjaldið er að sjálfsögðu einkarekið og afhent eftir geðþótta...

P.S. það eru sem betur fer snar aukning fólks sem eru að áttasig á sýndarveruleikanum og hve auðvelt er að heilaþvo alla jafnvel þá greindustu.... 

 Verð bara segja peace-out eftir svona brainstorm  

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 01:49

9 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Því miður hafa stjkórnvöld rekið áróður um það að skattgreiðendur borgi brúsann.

Ekki satt nema að litlum hluta. Kröfuhafar greiddu. 

Fólk veðjaði ekki heldur var að fjárfesta eins og allir aðrir lántakendur. 

Ekki búa til vegg sem skilur þig frá öðrum sem eru í sama landi. 

Þú munt ekki bíða neitt tjón af því að framm séu settar eðlilegar kröfur í stað ólöglegra og óraunhæfra krafna sem ekki næst hvort eð er uppí.

Þessu gera kröfuhafar sér grein fyrir. Þessvegna færa þeir niður eignasöfn sín til þess að líkurnar á endurheimtum verði meiri. 

Það borgar sig ekki fyrir " skattgreiðendur eins og þú vilt setja dæmið upp"að krefjast þess að bankar steli af fólki. 

Vilhjálmur Árnason, 17.6.2010 kl. 01:54

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi byltingin!

Sigurður Haraldsson, 17.6.2010 kl. 08:16

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég get nú ekki sagt að ég hafi ætlað að græða eitthvað,ég þurfti að kaupa bíl og vildi ekki kaupa druslu fyrir lítið sem væri svo alltaf á verkstæði eður ég vinnulúinn að rembast í frítíma að gera sjálfur við greyið.

Svo ég asnaðist til að kaupa mér franskan stasion bíl sem var reyndar orðinn 3 ára og borgaði út í honum 350 þús og tók rest á láni,þessi samningur hljóðaði uppá milljón kall og afborgun rétt yfir 20 þús á mánuði,sem ég taldi mér vel fært að greiða og gerði ég það þann tíma er að hruni kom.

Vakna ég svo einn daginn allt farið í vitleysu ég að borga af íbúð 2 börnum sem ég auðvitað geri með glöðu geði og er líka með einhverja 100 daga á ári(þess vegna var farið í betri bíl en ella) og afborgun allt í einu komin langt yfir 40 þús á mánuði og ég í vinnu hjá fyrirtæki í byggingaiðnaði,við vitum hvar sá iðnaður er staddur í dag,og yfirvinna farin talað um skerðingar í ófanílag.Ég sagði reyndar bara nei ég er þá bara með uppsögn sem tók gildi frá feb 2009.

Allt árið 2009 borgaði ég af þessu láni og gerði eins og best ég gat,reyndar þurfti avant stundum að bíða og ég borgaði fyrri mánuð þegar hinn næsti var kominn,ég borgaði stundum allt sem gjaldfallið var og lér þá meðlög bíða þann mánuð og svona hefur þetta verið síðan.

Ég hef alltaf unnið mikið og ekkert vælt mikið yfir því,þannig hafa hlutir alltaf verið hér ef maður vill geta leyft sér eitthvað annað en að þræla fyrir kofa sínum.

 Mér reiknast til að ég sé þegar búinn að borga þennann bíl meir en 2 ef ég miða við kaup fyrir 1350 þús og enn kallast hann víst leigumunur hjá þeirri ágætu stofnun Avant,og ef ég hefði sagt samningi upp og bílinn meira virði en lánið væribílinn farinn hann niður reiknaður um einhverja hundraðþúsundkalla,ég bíllaus og lánið samt enn á núvirði sömuupphæðar og þegar lán var tekið sem fyldi mér síðan áfram.

Og mér kæmi ekkert við hvað þeim hafi síðan tekist að selja bílinn á eftir að hann væri af mér tekinn.

Svo ég verð bara að fá að fagna smá án þess að hafa og vera kallaður einhver græðgispési sem ætlaði að hagnst einhver ósköp á þessu.

Í mínu tilfelli bara láðist mér að spurja um þetta lán það var bara alltaf talað um milljón í lán og ég borgaði út hitt síðan seinna þegar ég fékk samning í hendur með greiðslu áætlun gerði ég mer ljóst að svokallað gengislán væri um að ræða og bara gerði ekki neitt í því.

Á sama tíma keypti ég mér íbúð aftur eftir skilnað og datt ekki í að byðja um gengislán heldur skipti um banka til að getað yfirtekið lán sem var á íbúð til að spara mér lántökukostnaðinn,og síðan rétt fyrir hrun seldi ég og stækkaði við mig eign og flutti ég sama lán með mér þangað,til að spara mér 400-500 þús á að selja með láni og taka nýtt.

Þannig að mikið af fólki sem tóku svona lán,voru bara að kaupa eitthvað sem virkilega var þarft og margir af þeim tóku ráð frá banka sínum sem þau treystu fyrir sínum málum og höfðu verið með sín mál þar allatíð.

Bestu kveðjur og vertu feginn af hafa ekki tekið slíkt lán hvort heldur þú hafir verið svona klár og vitað eða bara grísaðir á þetta allt?

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.6.2010 kl. 10:05

12 Smámynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Úlfar trúðu mér ég er ósköp feginn.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 17.6.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband